Frontur

Maja og Gunnhildur semja við Skallagrím

Maja Michalska og Gunnhildur Lind Hansdóttir hafa samið við körfuknattleiksdeild Skallagríms um að leika með meistaraflokki kvenna í Dominos deildinni á næstu leiktíð. Maja sem er frá Póllandi lék með liðinu á síðasta tímabili og var öflug, skoraði 11,1 stig, tók 6 fráköst og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún leikur stöðu bakvarðar […]

Isaiah Coddon gengur til liðs við Skallagrím

Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Coddon hefur gengið í raðir Skallagríms og samið við félagið til tveggja ára. Isaiah er frá St. Paul í Minnesota og er 23 ára gamall. Hann lék áður með skólaliði RCTC háskólans í Rochester í Minnesota og einnig með skólaliði St. Marys University í Leavenworth í Kansas. Isaiah er nýfluttur í Borgarfjörðinn […]

Samið við Arnar Smára

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur gengið frá samningum við bakvörðinn öfluga Arnar Smára Bjarnason. Arnar Smári er 19 ára gamall og uppalinn Skallagrímsmaður. Hann hefur verið í herbúðum meistaraflokks Skallagríms undanfarin tímabil en söðlaði um á miðri síðustu leiktíð og gekk í raðir ÍR þar sem hann spilaði með unglingaflokki félagsins. Allt síðasta tímabil lék hann einnig […]

Gunnar og Marinó taka slaginn með Skallagrími

Körfuknattleiksdeild Skallagríms gekk í dag, á Þjóðhátíðardeginum 17. júní, frá samningum við þá Gunnar Örn Ómarsson og Marinó Þór Pálmason. Þeir munu því taka slaginn með meistaraflokki í 1. deildinni næsta vetur. Þeir félagar eru uppaldir Skallagrímsmenn en léku sl. vetur með U17 ára liði EVN skólaliðsins í Danmörku með mjög góðum árangri. Gunnar er […]

Facebook