Frontur

Biljana Stanković ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna

Meistaraflokksráð kvenna hefur ráðið Biljönu Stanković sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna. Biljana er 44 ára gömul og er frá Serbíu. Hún hefur síðustu ár þjálfað yngri flokka hjá hjá Kris Kros Pancevo í Serbíu og þá hefur hún verið aðstoðarþjálfari hjá yngri kvennalandsliðum Serbíu með frábærum árangri. Hún átti glæsilegan leikmannaferil og á að baki […]

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna: Ari hættir

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna: Meistaraflokksráð kvenna og Ari Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Ari hætti þjálfun meistaraflokks kvenna. Meistaraflokksráð þakkar Ara fyrir störf sín fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Leit er hafin að nýjum þjálfara.

Sigrún Sjöfn valin í landsliðið

Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn hafa verið valdir í leikmannahóp A-landsliðs kvenna sem mætir Slóvakíu og Bosníu í undankeppni fyrir EuroCup 2019. Meðal þeirra er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms. Óskum Sigrúnu til hamingju með valið og sendum baráttukveðjur til landsliðsins í leikjunum framundan. Leikirnir fara fram í Laugardalshöll og eru leikdagar eftirfarandI: Ísland […]

Skemmtikvöldi aflýst

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa skemmtikvöldi Skallagríms sem átti að fara fram í Hjálmakletti í Borgarnesi á morgun. Því miður gekk miðasala ekki eins og væntingar stóðu til. Þeir sem keyptu miða geta fengið þá endurgreidda með því að hafa samband við þann aðila sem þeir keyptu miðana af. Einnig er hægt að […]

Facebook