Frontur

Aðalfundur 20.mars n.k. kl. 20:00

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Skallagríms verður haldinn þriðjudaginn 20. mars n.k.  Fundurinn verður haldinn í samkomusal Brákarhlíðar og hefst kl. 20:00 Gestur fundarins verður Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands Dagskrá samkvæmt lögum aðalstjórnar Skallagríms: Formaður setur fundinn Kosinn fundarstjóri Kosinn fundarritari Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar Formaður gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári […]

Hörku leikur í Fjósinu í dag!

Stelpurnar taka á móti Breiðablik kl:19:15 í dag miðvikudag 18.okt. Að venju verður kveikt snemma á grillinu þannig að allir geti tekið kvöldmatinn í Fjósinu fyrir leik. Fjölmennum á pallana í Fjósinu og hvetjum stelpurnar! Áfram Skallagrímur.

Fyrstu heimaleikirnir!

Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum er sunnudaginn 8. október þegar stelpurnar taka á móti Snæfell, leikurinn hefst 19:15 . Strákarnir spila klukkan 16:00 og taka á móti Fjölni. Burger&gos á milli leikja á 1200kr. Mætum á pallana og styðjum liðin okkar til sigurs!! Áfram SKALLAGRÍMUR

Allt að fara í gang

Nú er allt að fara í gang hjá meistaraflokki kvenna og karla, fyrstu heimaleikirnir eru á n.k. sunnudag og í gær voru liðin í myndatöku fyrir komandi vetur, verið er að uppfæra leikmannaskrána á skallar.is Við eigum von á spennandi vetri og fréttirnar munu flæða hérna inn jöfnum höndum frá öllum ráðunum. Áfram Skallagrímur

Facebook