Category: Fréttir

Íslandsmótið hafið hjá 7. flokki stúlkna

Stelpurnar okkar í 7. flokki kepptu í C-riðli í 1. umferð Íslandsmótsins um liðna helgi sem fram fór í Fjósinu í Borgarnesi. Mætt voru lið frá Haukum, Val og Þór Akureyri.

Þurftu Skallastelpur að sætta sig við tap gegn Þór Ak. í gær en snéru síðan blaðinu við og unnu seinni leikina gegn Haukum og Val.

Áfram Skallagrímur!

Sala árskorta 2019-2020

Sala árskorta körfuknattleiksdeildar Skallagríms er hafin og verður hægt að kaupa kortin á fyrstu heimaleikjum meistaraflokkana. Einnig er hægt að panta kort í gegnum Facebook síðu deildarinnar.

Verðflokkar eru eftirfarandi:

– Fjölskyldukort á alla leiki karla og kvenna (nema bikarleiki) 30.000

– Árskort fyrir einstakling á alla leiki karla og kvenna (nema bikarleiki) 25.000

– Árskort bara á karla eða kvenna leiki (nema bikarleiki) 15.000

– Frátekið sæti á leikjum 20.000 (bara í boði ef keypt er árskort á leiki beggja liða)

Stjórnin

Guðrún Ósk er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur ráðið Guðrúnu Ósk Ámundadóttur sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna. Guðrún var aðstoðarþjálfari meistaraflokks á síðasta tímabili og í leikmannahópi Skallagríms. Einnig hefur hún þjálfað yngri flokka hjá félaginu undanfarin ár.

Hún er 32 ára gömul og er Borgnesingur í húð og hár sem byrjaði að æfa körfu með yngri flokkum Skallagríms. Hún á að baki langan feril í meistaraflokki og fjölda leikja í efstu deild með Haukum, KR og svo Skallagrími og hefur hampað bæði Íslands- og bikarmeistaratitlum sem leikmaður.

Ánægja er með komu Guðrúnar í þjálfarastólinn en hún byrjaði að stýra liðinu fyrr í mánuðinum. Hún undirbýr nú öflugan hóp meistaraflokks kvenna af fullum krafti fyrir átök vetrarins.

Áfram Skallagrímur!

Samið við Lisbeth og Heiði

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Lisbeth Ingu Kristófersdóttur og Heiði Karlsdóttur um að leika og æfa með meistaraflokki kvenna í vetur. Báðar eru þær 14 ára gamlar og koma úr uppsveitum Borgarfjarðar. Þær hafa æft með Umf. Reykdælum á undanförnum árum og leikið með sameiginlegum liðum Reykdæla og Skallagríms í yngri flokkum kvenna.

Báðar eru þær efnilegar körfuboltakonur sem hafa tekið jöfnum og góðum framförum en þær voru sem dæmi valdar í Afreksbúðir KKÍ og Kristals sl. vor. Þá æfðu þær með meistaraflokki kvenna á síðasta tímabili.

Frekari tíðindi af meistaraflokki kvenna eru væntanleg á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Lisbeth og Heiður handsala samninga við Hauk Erlingsson hjá kvennaráði körfuknattleiksdeildar Skallagríms

Inga Rósa snýr aftur í Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Ingu Rósu Jónsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í vetur. Inga Rósa er 18 ára gömul og leikur stöðu bakvarðar en hún er uppalinn Skallagrímskona.

Hún gekk í raðir Snæfells fyrir tveimur árum og lék með þeim tímabilið 2017-2018 en tók sér hlé frá körfunni síðasta vetur. Hún hefur nú snúið aftur heim í heimahagana og tekur slaginn með Skallagrími í Domino’s deildinni í vetur.

Ánægja er með komu Ingu Rósu í Skallagrím og mun hún þétta raðir meistaraflokks kvenna enn frekar.

Frekari tíðindi af meistaraflokki kvenna eru væntanleg á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Inga Rósa handsalar samninginn við Þórhildi Maríu Kristinsdóttur hjá kvennaráði körfuknattleiksdeildar Skallagríms.

Charlotte Thomas-Rowe gengur til liðs við Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bresku körfuboltakonuna Charlotte Thomas-Rowe og mun hún leika með meistaraflokki kvena í Domino’s deildininni í vetur.

Charlotte, eða Charlie eins og hún er kölluð, er 24 ára gömul og leikur stöðu bakvarðar. Hún lék með skólaliði Grande Prairie Regional College (GPRC Wolves) í Alberta fylki í Kanada árið 2016 og hefur síðan leikið með félagsliðum á Ítalíu og í Danmörku. Síðasta tímabil lék hún með Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni.

Við bjóðum Charlie velkomna í Borgarnes og hlökkum til að sjá hana taka slaginn með Skallagrími í vetur!

Áfram Skallagrímur!

Sigrún Sjöfn áfram í herbúðum Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samning sinn við Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur og mun hún því leika í gulu og grænu í vetur. Sigrún, sem er 30 ára gömul og Borgnesingur í húð og hár, er reynslumeisti leikmaður liðsins og fyrirliði og því dýrmætt að Skallagrímur njóti krafta hennar áfram.

Sigrún á glæsilegan feril að baki í meistaraflokki og á að baki á þriðja hundrað leikja í úrvalsdeild og hampað Íslands- og bikarmeistaritlum. Þetta gerir hana að einum reynslumesta leikmanni Domino’s deildarinnar. Hún hefur leikið með Haukum, KR, Hamri, Grindavík og svo Skallagrími síðan 2015. Þá á hún að baki fjölda leikja með A-landsliði Íslands.

Deildin lýsir yfir ánægju sinni með að hafa Sigrúnu áfram í herbúðum Skallagríms.

Frekari fregnir af meistaraflokki kvenna berast á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Emilie Hesseldal í Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við dönsku landsliðskonuna Emilie Hesseldal um að leika með meistaraflokki kvenna á komandi tímabili í Domino’s deildinni.

Hesseldal, sem er 28 ára gömul, leikur stöðu framherja og hefur leikið með félagsliðum í Danmörku og Portúgal við góðan orðstír. Þá lék hún í háskólaboltanum í Bandaríkjunum um þriggja ára skeið með Colarado State.

Stjórn deildarinnar býður þennan öfluga leikmann velkominn í Skallagrím!

Æfingatafla yngri flokka 2019-2020 – Sportabler leiðbeiningar

Æfingatafla yngri flokka körfuknattleiksdeildar Skallagríms fyrir 2019-2020 liggur fyrir á má sjá hana hér að neðan. Einnig er hægt að sjá hana með því að fara í flipann “Yngri flokkar” hér að ofan og velja þar “Æfingatafla”. Beinn tengill á skjal með töflunni er að finna hér.

Þá er hér að neðan að finna leiðbeiningar fyrir Sportabler appið (smáforritið) en allar upplýsingar um dagskrá og samskipti flokksins fara fram þar. Beinn tengill á skjal með leiðbeiningunum er að finna hér.

Minnibolti (1. – 2. bekkur) drengir og stúlkur 2012-2013 // Sportalber kóði: 3RDGZ8
Mánudagur 15:05 – 15:55
Fimmtudagur 15:05 – 15:55
Þjálfarar: Kristín Markúsardóttir, Birta Þórðardóttir og Elías Björnsson

Minnibolti (3-4. bekkur) drengir og stúlkur 2010-2011 // Sportalber kóði: KK UPX6KK og KVK GC2PYN
Mánudagur 14:15 – 15:05
Fimmtudagur 15:55 – 16:45
Sunnudagur 11:00 – 12:00
Þjálfarar: Birta Þórðardóttir og Elías Björnsson


Minnibolti 10-11. ára (5-6.bekkur) drengir 2008-2009 // Sportalber kóði: SAULWM
Mánudagur 16:45 – 17:35
Fimmtudagur 16:45 -17:35
Föstudagur 17:35 – 18:25
Sunnudagur 12:00 – 13:00
Þjálfari: Atli Aðalsteinsson

Minnibolti 10. – 11. ára (5-6.bekkur) Stúlkur 2008-2009 // Sportalber kóði: TDVT8R
Mánudagur 16:45 – 17:35
Fimmtudagur 16:45 – 17:35
Föstudagur 17:35 – 18:25
Sunnudagur 12:00 – 13:00
Þjálfari: Almar Örn Björnsson

7.-8. fl. drengja 2006-2007 // Sportalber kóði: YGMJ8E
Mánudagur 16:45 – 18:25 styrktaræfing 16:45 – 17:25
Þriðjudagur 17:35 – 18:25
Fimmtudagur 16:45 – 18:25 styrktaræfing 16:45 – 17:25
Sunnudagur 13:00 – 14:00
Þjálfarar: Pálmi Þór Sævarsson og Marinó Þór Pálmason

7-10. fl. stúlkur 2004 – 2007 // Sportalber kóði: DWHKMY
Mánudagur 16:45 – 18:25 styrktaræfing 16:45 – 17:25
Þriðjudagur 15:30 – 16:20
Fimmtudagur 17:35 – 19:15 styrktaræfing 17:35 – 18:15
Sunnudagur 14:00 – 15:00
Þjálfarar: Manuel Rodriguez og Árnína Lena

9-10. fl. drengja og drengjaflokkur 2002-2005 // Sportalber kóði: GVTCMC
Mánudagur 18:40 – 19:30 styrktaræfing
Þriðjudagur 20:55 – 22:10
Miðvikudagur 17:35 – 19:10 styrktaræfing 18:30 – 19:10
Föstudagur 18:25 – 19:15
Sunnudagur 15:00 – 16:00
Þjálfarar: Manuel Rodriguez og Isaiah Coddon

Styrktaræfingar
Þjálfarar: Jóhanna Marín Björnsdóttir og Steinunn Arna

Sportalber forritið – Leiðbeiningar

Kkd. Skallgríms hefur tekið upp nýtt og byltingakennt forrit sem nefnist Sportabler. Framvegis munu allar upplýsingar um dagskrá og samskipti flokksins fara fram í appinu.

Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Þið getið bæði notað það í snjallsíma og í borðtölvu.


Leikmenn/foreldrar þetta þurfið þið að gera:

  1. Skrá í Hóp hér: https://www.sportabler.com/optin
  2. Kóði flokksins ykkar er fyrir aftan viðkomandi flokk í æfingatöflunni.
  3. Fylla inn skráningaupplýsingar: Velja “Ég er leikmaður” / “Ég er foreldri” eftir því sem við á – bæði leikmenn og aðstandendur geta skráð sig.
  4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á “hér” þá opnast nýr gluggi (Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder)
  5. Búa til lykilorð eða skrá sig inn með facebook (FB gengur einungis ef netfang við skráningu er það sama hjá FB).
  6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti “Mín Dagskrá” að taka á móti ykkur.
    (7). Ná í appið – ef þið eruð ekki búin að því (Appstore eða Google play store) Ef þið lendið í vandræðum má hafa samband við þjónustuver Sportabler í dökku spjallblöðrunni neðst vinstra megin á www.sportabler.com

Davíð Guðmundsson aftur í gult og grænt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Davíð Guðmundsson um að leika með liðinu á næsta tímabili í 1. deildinni. Davíð kemur í Skallagrím úr Fjölni en þar átti hann þátt í því að koma liðinu aftur í efstu deild.

Davíð, sem leikur stöðu framherja, er uppalinn Skallagrímsmaður og lék með meistaraflokki í nokkur ár áður en hann fór í raðir Fjölnismanna. Hann er fæddur og uppalinn á Hvanneyri og er 25 ára gamall.

Ánægja er með að fá Davíð aftur í gult og grænt en samningur hans er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Davíð handsalar samninginn við Birgi Andrésson hjá meistaraflokksráði karla.