Category: Fréttir

Hörku leikur í Fjósinu í dag!

Stelpurnar taka á móti Breiðablik kl:19:15 í dag miðvikudag 18.okt.

Að venju verður kveikt snemma á grillinu þannig að allir geti tekið kvöldmatinn í Fjósinu fyrir leik.

Fjölmennum á pallana í Fjósinu og hvetjum stelpurnar!
Áfram Skallagrímur.

Fyrstu heimaleikirnir!

Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum er sunnudaginn 8. október þegar stelpurnar taka á móti Snæfell, leikurinn hefst 19:15 .

Strákarnir spila klukkan 16:00 og taka á móti Fjölni.

Burger&gos á milli leikja á 1200kr.

Mætum á pallana og styðjum liðin okkar til sigurs!!
Áfram SKALLAGRÍMUR

Allt að fara í gang

Nú er allt að fara í gang hjá meistaraflokki kvenna og karla, fyrstu heimaleikirnir eru á n.k. sunnudag og í gær voru liðin í myndatöku fyrir komandi vetur, verið er að uppfæra leikmannaskrána á skallar.is
Við eigum von á spennandi vetri og fréttirnar munu flæða hérna inn jöfnum höndum frá öllum ráðunum.
Áfram Skallagrímur

Frábær vinnusigur í Keflavík í gærkveldi

Keflavík 68 – Skallagrímur 70
Já .. Skallagrímsstúlkur mætti tilbúnar í leikinn gegn Keflavík í kvöld ásamt rúmlega 40 hetjum úr stuðningsliði Skallagríms.
Þetta var hörkuleikur allan tímann og púlsmælar hjá nokkrum heitum stuðningsmönnum slógu hátt í 200 slög á mínútu.
En staðan er þá 1-0 fyrir Skallagrím og næsti leikur er í Fjósinu n.k. Sunnudag og þá ætlum við öll að fylla húsið.
Áfram Skallagrímur.

Skallagrímur 81 Tindastóll 88

Skallagrímur 81 Tindastóll 88.
Strákarnir voru með yfirhöndina nánast allan leikinn, en Tindastólsmenn sigu fram úr í lok 4 leikhluta.
Síðustu mínútur undanfarinna leikja hafa verið okkur erfiðar.
Þetta er eitthvað sem Finnur og félagar leggjast yfir fyrir síðustu 2 leikina. en nú er ljóst að Skallagrímur á sinn síðasta leik í vetur þann 9.mars í Grindavík, síðasti heimaleikurinn er á móti Þór Þorlákshöfn á n.k sunnudag 5.mars.
Það er hörku barátta framundan í síðustu 2 leikjunum fyrir áframhaldandi veru okkar í deildinni og þeirri baráttu hvergi nærri lokið.
Áfram Skallagrímur.

Grindvíkingar auðveld bráð. Skallagrímur 119 Grindavík 77

Auðveldur sigur hjá stelpunum í kvöld
Skallagrímur 119 Grindavík 77
Tavelyn Tillman og Sigrún Sjöfn hlóðu báðar í hina eftirsóttu þrennu og gaman að sjá innkomu á nýjum leikmanni Skallagríms,
hina ungu og efnilegu Þórunni Birtu Þórðardóttur en hún átti sína fyrstu innkomu á fjalir úrvalsdeildarinnar í kvöld.
En heilt yfir þá spilaði liðið sem ein góð heild sem sést á því að samanlagt átti liðið 33 stoðsendingar.
Áfram Skallagrímur.

Naumt tap hjá strákunum gegn Stjörnunni í Garðabæ

Það mátti ekki miklu muna að okkar drengir legðu  stórlið Stjörnunnar í Garðabæ,
Leikurinn var jafn og spennandi allan tíamm, utan þess að Skallagríms menn völtuðu yfir Stjörnuna í 1. leikhluta  15 – 30
Úrslit leiksins réðust á síðustu sekúndunum þegar það munaði hársbreidd að 3ja stiga skot Magnúsar rétt geigaði til að ná fram framlengingu.

En sigur Stjörnumanna staðreynd  83-80