Category: Fréttir

Árnína Lena semur á ný – Samið við Karen Dögg

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Karen Dögg Vilhjálmsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna á næsta tímabili. Karen Dögg er úr Njarðvík en þar lék hún síðasta vetur og skoraði 4,6 stig að meðaltali og tók 2,7 fráköst. Karen verður 21 árs í haust en hún leikur stöðu miðherja.

Þá hefur Skallagrímur endurnýjað samning við framherjann Árnínu Lenu Rúnarsdóttur sem einnig er frá Suðurnesjum. Árnína sem verður 25 ára í haust gekk í raðir Skallagríms síðasta vetur frá Njarðvík og var með 2,1 stig að meðaltali í leik.

Samningarnir við Karen og Árnínu eru fyrstu púslin í leikmannamálum sem lögð eru á borðið í undirbúningnum fyrir átökin í Dominos deildinni næsta vetur. Frekari fregnir eru væntanlegar á næstunni.

Árnína Lena og Karen Dögg innsigla samninga sína við Ragnheiði Guðmundsdóttur hjá mfl. ráði kvk.

Gíslasynir með á næsta tímabili

Bræðurnir Kristófer og Guðbjartur Máni Gíslasynir hafa endurnýjað samninga sína við Skallagrím og verða í herbúðum liðsins á næsta tímabili í Dominos deildinni. Þessir rótgrónu Borgnesingar og Skallagrímsmenn hafa æft körfubolta með liðinu frá blautu barnsbeini og hafa tekið mikilvægum framfaraskrefum á liðnum árum.

Kristófer var drjúgur á síðasta tímabili í 1. deildinni og skoraði 13,7 og tók 4,8 fráköst. Á lokahófi Skallagríms fékk hann verðlaun fyrir mestu framfarir á tímabilinu. Máni kom aftur á móti lítillega við sögu í meistaraflokki en var mikilvægur stólpi í liði unglingaflokks sem komst í 8-liða úrslit Íslandsmótsins.

Búast má við fleiri fregnum af leikmannamálum á næstunni.

Ari Gunn endurráðinn

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurráðið Ara Gunnarsson sem þjálfara meistaraflokk kvenna í Dominos deildinni næsta vetur. Ari tók við liðinu þegar nokkuð var liðið á síðasta tímabil og leiddi það inn í úrslitakeppni Dominos deildarinnar. Þar mætti Skallagrímur fyrnasterku liði Hauka sem bar sigurorð í viðureigninni.

Þetta verður því annað tímabil Ara með Skallagrím en hann þjálfaði áður lið Vals í Dominos deildinni.

Eins og Skallagrímsmenn þekkja vel þá er Ari flestum hnútum kunnugur í Borgarnesi en hann lék um tíu ára skeið með meistaraflokki Skallagríms í efstu deild.

Mynd: karfan.is/Bára Dröfn.

Kristján Örn og Arnar Smári áfram

Hinir ungu og efnilegu leikmenn Kristján Örn Ómarsson og Arnar Smári Bjarnason hafa skrifað undir samning við Skallagrím og verða í leikmannahópi liðsins á næsta tímabili.

Kristján Örn sem leikur stöðu framherja tók mikilvægum framförum á síðasta tímabili þar sem hann var með 5,7 stig í leik og 3 fráköst. Hann lék stórt hlutverk í liði unglingaflokks karla á tímabilinu sem komst í 8-liða úrslit í Íslandsmótinu og var valinn mikilvægasti leikmaður unglinaflokks á lokahófi Skallagríms í vor. Kristján verður 21 árs í september.

Arnar Smári, sem verður 17 ára í júní, leikur stöðu bakvarðar og hefur verið að taka góðum framförum á liðnum árum. Hann lék stórt hlutverk í liðum drengja- og unglingaflokks Skallagríms í vetur og kom við sögu í nokkrum leikjum meistaraflokks.

Fleiri fregnir af leikmannamálum eru væntanlegar.

Áfram Skallagrímur! Áfram Borgarnes!

Davíð snýr aftur – Atli áfram

Davíð Ásgeirsson hefur ákveðið að snúa aftur í leikmannahóp Skallagríms eftir eins árs hlé og leikur með liðinu á næsta tímabili í Dominos deildinni. Þá hefur Atli Aðalsteinsson endurnýjað samning sinn við Skallagrím og verður einnig með á næsta tímabili.

Davíð tók sér hlé frá körfunni síðasta vetur en lék síðast með liðinu í Dominos deildinni tímabilið 2016-2017 þar sem hann skoraði 3,5 stig og tók 2,1 frákast að meðaltali í leik. Atli var aftur á móti í liði Skallagríms í 1. deildinni á yfirstandandi tímabili þar sem hann skoraði 2,5 stig að meðaltali í leik og gaf 2,1 stoðsendingu.

Frekari tíðindi af leikmannamálum munu berast á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur! Áfram Borgarnes!

Samningar endurnýjaðir við Eyjólf og Bjarna

Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Bjarni Guðmann Jónsson hafa endurnýjað samninga sína við Skallagrím og munu leika með liðinu í næsta vetur í Dominos deildinni. Þeir félagar voru burðarásar í sigurliði Skallagríms í 1. deildinni á nýliðnu tímabili og er áframhaldandi vera þeir í liðinu því mikið fagnaðarefni.

Eyjólfur átti glæsilegt tímabil í 1. deildinni þar sem hann var með 18,2 stig, 10,3 fráköst og 7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn leikmaður ársins í deildinni á verðlaunahófi KKÍ þar sem hann var einnig valinn í lið ársins. Þá var hann útnefndur leikmaður ársins í meistaraflokki á lokahófi Skallagríms. Næsta tímabil verður þriðja tímabil Eyjólfs í herbúðum Skallagríms en hann gekk í raðir liðsins árið 2016.

Bjarni Guðmann átti einnig gott tímabil í 1. deildinni. Hann skoraði 9,6 stig, tók 4,9 fráköst og gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Bjarni var valinn í lið ársins í 1. deildinni á verðlaunahófi KKÍ og þá var hann útnefndur varnarmaður ársins á lokahófi Skallagríms. Bjarni er borinn og barnfæddur Borgnesingur og hefur spilað með Skallagrími upp yngri flokka og í meistaraflokk.

Geta má þess að Eyjólfur og Bjarni standa í stórræðum um þessar mundir en báðir eru í æfingahópi U20 ára landsliðs Íslands. U20 keppir í sterkri A-deild Evrópukeppni FIBA í Þýskalandi í júlí. Lokahópur liðsins verður tilkynntur í júní. Báðir hafa þeir verið í yngri landsliðum Íslands á síðastliðnum árum.

Frekari tíðindi af leikmannamálum eru væntanleg næstu daga.

Eyjólfur sækir að körfunni í leik gegn FSu í vetur. Mynd. Ómar Örn.

 

Bjarni Guðmann á vítalínunni. Mynd. Ómar Örn.

Björgvin og Bergþór í Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bræðurna Björgvin og Bergþór Ríkharðssynir og munu þeir leika með liðinu í Dominos deildinni næsta vetur.

Björgvin kemur til Skallagríms frá Tindastóli þar sem hann hefur leikið tvö síðustu tímabil. Áður lék hann með ÍR og Fjölni. Björgvin lék mikilvægt hlutverk í liði Tindastóls í vetur sem varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti í Íslandsmótinu. Með Stólunum skoraði hann 5 stig að meðaltali í leik og tók 2,9 fráköst. Björgvin verður 25 ára síðar á árinu en hann leikur stöðu bakvarðar.

Bergþór kemur að austan frá Hetti þar sem hann lék með liðinu á síðasta tímabili í Dominos deildinni. Bergþór var með 5,6 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,9 fráköst og gefa 2,5 stoðsendingar. Hann verður 21 árs í haust og leikur stöðu framherja.

Bræðurnir þekkja vel til hjá Skallagrími og í Borgarnesi en þeir bjuggu þar ásamt fjölskyldu sinni um árabil og æfðu körfubolta í yngri flokkum Skallagríms. Á unglingsárum fluttu þeir til Reykjavíkur þar sem þeir fóru að æfa með Fjölni. Það er því sérstakt ánægjuefni að fá þá aftur heim í Skallagrím.

Geta má þess að í Skallagrími hitta bræðurnir systur sína, Heiðrúnu Hörpu, sem leikur með meistaraflokki kvenna.

Fleiri tíðindi af leikmannamálum í meistaraflokki karla er að vænta á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur! Áfram Borgarnes!

Björgvin Ríkharðsson handsala samninginn við Arnar Víði Jónsson formanns mfl. ráðs karla.

 

Bergþór Ríkharðsson handsalar samning sinn við Arnar Víði Jónsson formann mfl. ráðs karla.

Eyjólfur leikmaður ársins í 1. deild – Finnur þjálfari ársins

Eyjólfur Ásberg Halldórsson var útnefndur leikmaður ársins í 1. deild karla á verðlaunahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu í dag. Eyjólfur var einnig valinn í lið ársins ásamt Bjarna Guðmanni Jónssyni.

Eyjólfur sækir að körfunni í leik gegn FSu í vetur. Mynd. Ómar Örn.

Eyjólfur var öfluga tölfræði á tímabilinu, var með 18,2 stig, 10,3 fráköst og 7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Bjarni Guðmann á vítalínunni. Mynd. Ómar Örn.

Bjarni Guðmann var með 9,6 stig, 4,9 fráköst, 2,3 stoðsendingar og 2 stolna bolta að meðaltali í leik.

Þá var Finnur Jónsson valinn þjálfari ársins í 1. deild karla á hófinu.

Finnur Jónsson fagnar deildarmeistaratitlinum í lokaleik tímabilsins ásamt lærisveinum sínum. Mynd. Ómar Örn.

Okkar menn eru vel að þessu komnir enda sigraði Skallagrímur örugglega í 1. deild í vetur með 42 stig (21 sigur / 3 töp). Liðið tryggði sér því sæti í Dominos deildinni að ári undir stjórn Finns.

Við óskum okkar mönnum innilega til hamingju með verðlaunin!

Titilmynd: Eyjólfur, Finnur og Bjarni með verðlaunin á verðlaunahófinu í hádeginu. Mynd. karfan.is

Sigrún og Eyjólfur valin mikilvægust á lokahófi Skallagríms

Það var góð stemning á lokahófi meistaraflokka Skallagríms sem fram fór í félagsheimili Hestamannafélagsins Borgfirðings að Vindási í Borgarnesi í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru verðlaun veitt til leikmanna fyrir góðan árangur á tímabilinu. Einnig voru veitt verðlaun í unglingaflokki karla.

Meistaraflokkur kvenna:

Mikilvægasti leikmaðurinn: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
Varnarmaður ársins: Jeanne Lois Figueroa Sicat
Efnilegasti leikmaðurinn: Arna Hrönn Ámundadóttir

Jeanne, Arna og Sigrún ásamt Ara Gunnarssyni þjálfara meistaraflokks kvenna.

Meistaraflokkur karla:

Mikilvægasti leikmaðurinn: Eyjólfur Ásberg Halldórsson
Varnarmaður ársins: Bjarni Guðmann Jónsson
Mestu framfarir: Kristófer Gíslason

Finnur Jónsson þjálfari meistaraflokks karla ásamt Eyjólfi, Bjarna og Kristóferi.

Unglingaflokkur karla:

Mikilvægasti leikmaðurinn: Kristján Örn Ómarsson
Varnarmaður ársins: Bjarni Guðmann Jónsson
Mestu framfarir: Ragnar Magni Sigurjónsson

Ragnar, Bjarni og Kristján ásamt Finni þjálfara.

 

Eftirrétturinn borinn fram á lokahófinu eftir ævintýralegan aðalrétt.

Vinningstölur liggja fyrir í Skallagrímshappdrættinu

Þá er búið er að draga í Skallagrímshappdrættinu og má skoða vinningaskránna hér að neðan. Körfuknattleiksdeildin sendir þakkir til allra sem tóku þátt og hamingjuóskir til þeirra sem fengu vinning.

Hægt er að vitja vinninga í versluninni Tækniborg á Borgarbraut 61 í Borgarnesi á morgun.

Vinningur Nr.
1. Grill frá Húsasmiðjunni 458
2. Kraftkort fyrir bílinn, meira afl, minni eyðsla 294
3. In to the Glacier, ferð fyrir tvo í íshellinn 271
4. Norðurljósamynd á striga frá Tækniborg 302
5. Ragnar Mar, fjarþjálfun og markmiðasetning 155
6. Ragnar Mar, bón og mössun á bifreið 554
7. Gjafabréf frá Hamar bistro 17
8. Center Hotels, gisting m/morgunmat 63
9. 24 Iceland, gjafabréf 402
10. 24 Iceland, gjafabréf 150
11. 24 Iceland, gjafabréf 394
12. Gjafakörfur frá Ölgerðinni 418
13. Gjafakörfur frá Ölgerðinni 243
14. Óskaskrín, frá Stéttarfélagi Vesturlands 490
15. Taska frá Nordic Store 170
16. Gjafabréf frá Borgarsporti 227
17. Gjafabréf frá Fossatúni 536
18. Gisting og morgunmatur hjá Hraunsnefi 356
19. Peysa og bolur frá Trainclean. 141
20. Ferð fyrir 2 í „The Cave“, Víðgelmir 426
21. Höfuðljós frá Landvélum 80
22. Golfhringur og sundferð frá Hótel Húsafelli 413
23. Golfhringur og sundferð frá Hótel Húsafelli 335
24. Matarpakki fyrir 3 frá Sansa 449
25. Gjafabréf á Frederiksen Ale House 144
26. Gjafabréf á Frederiksen Ale House 152
27. Gjafabréf á Kol veitingahús 217
28. Gjafabréf frá @home, Akranesi 534
29. Gjafabréf frá @home, Akranesi 565
30. Hálsmen frá 24 Iceland 101
31. Hálsmen frá 24 Iceland 128
32. Hálsmen frá 24 Iceland 209
33. Hádegisverður á Matarkjallaranum 11
34. Umfelgun á fólksbíl, Bifreiðaþjónusta Harðar 252
35. Landnámssetur, hádegishlaðb. og sýningar 366
36. Framköllunarþjónustan, strigamynd 30×40 256
37. Skrautmunur frá Kristý 321
38. Handsnyrting frá Snyrtistofu Jennýjar Lind 447
39. Gjafakassi frá Hár center 515
40. Gjafakarfa frá Nettó 389
41. Gjafakarfa frá Ásbirni Ólafssyni 341
42. Hárvörur frá Solo hársnyrtistofu 123
43. Gjafabréf frá Rjúkandi, Vegamótum 20
44. Gjafabréf frá Rjúkandi, Vegamótum 53
45. Gjafabréf frá Rjúkandi, Vegamótum 122
46. Húfa frá 66° Norður 523
47. Húfa frá 66° Norður 525
48. Gjafabréf í nuddstól – Margrét Ástrós 537
49. Gjafabréf í nuddstól – Margrét Ástrós 510
50. Kaffi og kaka á Kaffi Kyrrð 400
51. Kaffi og kaka á Kaffi Kyrrð 108
52. Klipping frá Hárhúsi Kötlu, Akranesi 220
53. Páskaegg nr. 7 frá JGR – heildverslun 419
54. Eldvarnarteppi frá Sjóvá 56
55. Héraðsskólar Borgfirðinga, frá Snorrastofu 111
56. Fjölskyldukort á leiki Skallagríms 107
57. Fjölskyldukort á leiki Skallagríms 216
58. Fjölskyldukort á leiki Skallagríms 135
59. Fjölskyldukort á leiki Skallagríms 535
60. Fjölskyldukort á leiki Skallagríms 298