Category: Meistaraflokkur Karla

Tilkynning: Manuel hættir – Atli tekur við

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur sagt upp samningi sínum við Manuel Rodriguez en hann hefur þjálfað meistaraflokk karla frá því í sumar. Manuel er þakkað fyrir sín störf fyrir félagið og er óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Atli Aðalsteinsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, mun taka við þjálfun liðsins tímabundið hið minnsta þangað til annað verður ákveðið. Atli mun því stýra liðinu á morgun gegn Vestra í Borgarnesi.

Kkd. Skallagríms

Sala árskorta 2019-2020

Sala árskorta körfuknattleiksdeildar Skallagríms er hafin og verður hægt að kaupa kortin á fyrstu heimaleikjum meistaraflokkana. Einnig er hægt að panta kort í gegnum Facebook síðu deildarinnar.

Verðflokkar eru eftirfarandi:

– Fjölskyldukort á alla leiki karla og kvenna (nema bikarleiki) 30.000

– Árskort fyrir einstakling á alla leiki karla og kvenna (nema bikarleiki) 25.000

– Árskort bara á karla eða kvenna leiki (nema bikarleiki) 15.000

– Frátekið sæti á leikjum 20.000 (bara í boði ef keypt er árskort á leiki beggja liða)

Stjórnin

Isaiah Coddon gengur til liðs við Skallagrím

Bandaríski bakvörðurinn Isaiah Coddon hefur gengið í raðir Skallagríms og samið við félagið til tveggja ára. Isaiah er frá St. Paul í Minnesota og er 23 ára gamall. Hann lék áður með skólaliði RCTC háskólans í Rochester í Minnesota og einnig með skólaliði St. Marys University í Leavenworth í Kansas.

Isaiah er nýfluttur í Borgarfjörðinn ásamt íslenskri kærustu sinni og ætlar að taka slaginn með Skallagrími í 1. deildinni næsta vetur. „Ég hlakka til að taka þátt í uppbyggingunni framundan hjá félaginu og að berjast með liðsfélögum mínum á vellinum. Áfram Skallagrímur!“ segir Isaiah sem leikur bæði stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar.

Ánægja er með að fá Isaiah í Borgarnes og er hann boðinn velkominn í Skallagrím. Koma hans mun styrkja liðið vel í komandi átökum!

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Isaiah handsalar samninginn við Birgi Andrésson hjá meistaraflokksráði karla á fjölunum í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

Samið við Arnar Smára

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur gengið frá samningum við bakvörðinn öfluga Arnar Smára Bjarnason. Arnar Smári er 19 ára gamall og uppalinn Skallagrímsmaður. Hann hefur verið í herbúðum meistaraflokks Skallagríms undanfarin tímabil en söðlaði um á miðri síðustu leiktíð og gekk í raðir ÍR þar sem hann spilaði með unglingaflokki félagsins. Allt síðasta tímabil lék hann einnig með liði ÍA í 2. deildinni á venslasamningi og var lykilmaður í liðinu.

Ánægja er með að fá Arnar Smára aftur heim í Borgarnes og munu kraftar hans nýtast vel í 1. deildinni næsta vetur. Samningur hans er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Arnar Smári og Birgir Andrésson hjá meistaraflokksráði karla handsala samninginn á fjölunum í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

Gunnar og Marinó taka slaginn með Skallagrími

Körfuknattleiksdeild Skallagríms gekk í dag, á Þjóðhátíðardeginum 17. júní, frá samningum við þá Gunnar Örn Ómarsson og Marinó Þór Pálmason. Þeir munu því taka slaginn með meistaraflokki í 1. deildinni næsta vetur.

Þeir félagar eru uppaldir Skallagrímsmenn en léku sl. vetur með U17 ára liði EVN skólaliðsins í Danmörku með mjög góðum árangri. Gunnar er 17 ára gamall og leikur stöðu framherja en Marinó sem er 16 ára leikur stöðu bakvarðar.

Mikil ánægja er með samningana við Gunnar og Marinó sem hafa sýnt miklar framfarir á liðnum árum og eiga framtíðina fyrir sér á körfuboltavellinum. Samningur þeirra er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Gunnar og Marinó eftir undirritun ásamt meistaraflokks ráði karla í Skallagrímsgarði.

Hjalti Ásberg og Ásbjörn með Skallagrími næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við þá Hjalta Ásberg Þorleifsson og Ásbjörn Baldvinsson um að leika með meistaraflokki í 1. deildinni næsta tímabil.

Hjalti, sem er uppalinn Skallagrímsmaður, kemur í Skallagrím frá ÍA þar sem hann lék með þeim í 2. deildinni á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Skallagrími og eitt tímabil í Hveragerði með Hamri. Hjalti leikur stöðu bakvarðar og er 25 ára gamall.

Ásbjörn, sem leikur stöðu framherja, kemur í Skallagrím frá Ármanni í 2. deildinni. Áður var hann í herbúðum Skallagríms en hann er upprunninn úr yngri flokkum ÍA. Hann er 20 ára gamall og er frá bænum Skorholti í Hvalfjarðarsveit.

Samningar þeirra eru til tveggja ára og er ánægja með að fá þá í okkar raðir á ný!

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Hjalti og Ásbjörn handsala samninga við þá Birgi Andrésson og Arnar Víði Jónsson hjá meistaraflokksráði karla.

Bergþór Ægir áfram í Skallagrími

Framherjinn Bergþór Ægir Ríkharðsson hefur endurnýjað samning sinn við Skallagrím. Bergþór, sem leikur stöðu framherja, kom í Borgarnes fyrir síðustu leiktíð og lék með liðinu í Dominos deildinni þar sem hann var með 2,1 stig að meðaltali í leik.

Bergþór er 21 árs gamall en hann hóf körfuboltaiðkun hjá Skallagrimi á sínum tíma. Eftir að hafa flutt úr Borgarnesi ásamt fjölskyldu sinni fór hann í Fjölni þar sem hann lék fyrstu tímabil sín í meistaraflokki. Leiðin lá svo austur til Egilsstaða í herbúðir Hattar í eitt tímabil áður en hann kom í Skallagrím.

Mikil ánægja er með að Bergþór verði áfram í Borgarnesi og mun vera hans styrkja Skallagrímsmenn vel í 1. deildinni næsta vetur. Samningur Bergþórs er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Bergþór handsalar nýja samninginn við Birgi Andrésson og Arnar Víði Jónsson hjá meistararflokkaráði karla í sumarblíðunni í Borgarnesi.

Davíð Guðmundsson aftur í gult og grænt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Davíð Guðmundsson um að leika með liðinu á næsta tímabili í 1. deildinni. Davíð kemur í Skallagrím úr Fjölni en þar átti hann þátt í því að koma liðinu aftur í efstu deild.

Davíð, sem leikur stöðu framherja, er uppalinn Skallagrímsmaður og lék með meistaraflokki í nokkur ár áður en hann fór í raðir Fjölnismanna. Hann er fæddur og uppalinn á Hvanneyri og er 25 ára gamall.

Ánægja er með að fá Davíð aftur í gult og grænt en samningur hans er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Davíð handsalar samninginn við Birgi Andrésson hjá meistaraflokksráði karla.

Kristófer snýr aftur í Skallagrím

Kristófer Gíslason er genginn aftur í raðir Skallagríms og mun leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili. Kristófer lék með Hamri frá Hveragerði í 1. deildinni frá síðustu áramótum eftir að hafa söðlað um úr Skallagrími og komst hann með Hvergerðingum í úrslitakeppni 1. deildar. Ánægja er með að fá Kristófer aftur í gult og grænt en hann er uppalinn Skallagrímsmaður og leikur stöðu bakvarðar. Samningur hans er til tveggja ára.

Fleiri tíðindi af leikmannamálum verða tilkynnt á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Kristófer handsalar samninginn við Arnar Víði Jónsson hjá meistaraflokksráði karla.

Bjarni Guðmann og Gabríel Sindri valdir í lokahóp U20

Lokahópur U20 ára landsliðs karla var tilkynntur í dag og eru Bjarni Guðmann Jónsson og Gabríel Sindri Möller í lokahópnum. Eins og kunnugt er léku þeir stórt hlutverk í liði Skallagríms í Domino’s deildinni í vetur, Bjarni var með 12,8 stig að meðaltali í leik og Gabríel 5,7 stig. Þeir eru því vel að valinu komnir.

U20 ára landsliðið tekur þátt í B-deild Evrópukeppninnar dagana 12.-21. júlí í sumar sem fram fer í Matoshinos í Portúgal. Þjálfari liðsins er Ágúst Björgvinsson.

Við óskum Bjarna og Gabríel til hamingju með valið og góðs gengis í Portúgal í júlí!