Category: Meistaraflokkur Karla

Davíð Guðmundsson aftur í gult og grænt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Davíð Guðmundsson um að leika með liðinu á næsta tímabili í 1. deildinni. Davíð kemur í Skallagrím úr Fjölni en þar átti hann þátt í því að koma liðinu aftur í efstu deild.

Davíð, sem leikur stöðu framherja, er uppalinn Skallagrímsmaður og lék með meistaraflokki í nokkur ár áður en hann fór í raðir Fjölnismanna. Hann er fæddur og uppalinn á Hvanneyri og er 25 ára gamall.

Ánægja er með að fá Davíð aftur í gult og grænt en samningur hans er til tveggja ára.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Davíð handsalar samninginn við Birgi Andrésson hjá meistaraflokksráði karla.

Kristófer snýr aftur í Skallagrím

Kristófer Gíslason er genginn aftur í raðir Skallagríms og mun leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili. Kristófer lék með Hamri frá Hveragerði í 1. deildinni frá síðustu áramótum eftir að hafa söðlað um úr Skallagrími og komst hann með Hvergerðingum í úrslitakeppni 1. deildar. Ánægja er með að fá Kristófer aftur í gult og grænt en hann er uppalinn Skallagrímsmaður og leikur stöðu bakvarðar. Samningur hans er til tveggja ára.

Fleiri tíðindi af leikmannamálum verða tilkynnt á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Mynd: Kristófer handsalar samninginn við Arnar Víði Jónsson hjá meistaraflokksráði karla.

Bjarni Guðmann og Gabríel Sindri valdir í lokahóp U20

Lokahópur U20 ára landsliðs karla var tilkynntur í dag og eru Bjarni Guðmann Jónsson og Gabríel Sindri Möller í lokahópnum. Eins og kunnugt er léku þeir stórt hlutverk í liði Skallagríms í Domino’s deildinni í vetur, Bjarni var með 12,8 stig að meðaltali í leik og Gabríel 5,7 stig. Þeir eru því vel að valinu komnir.

U20 ára landsliðið tekur þátt í B-deild Evrópukeppninnar dagana 12.-21. júlí í sumar sem fram fer í Matoshinos í Portúgal. Þjálfari liðsins er Ágúst Björgvinsson.

Við óskum Bjarna og Gabríel til hamingju með valið og góðs gengis í Portúgal í júlí!

Samið við Kristján og Almar

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samninga sína við þá Kristján Örn Ómarsson og Almar Örn Björnsson og munu þeir taka slaginn með Skallagrími í 1. deildinni næsta vetur. Báðir eru þeir uppaldir Skallagrímsmenn og hafa tekið góðum framförum á liðnum árum en þeir leika stöðu framherja. Samningar þeirra eru til tveggja ára og munu þeir styrkja meistaraflokk vel í baráttunni framundan.

Fleiri tíðindi eru væntanleg af leikmannamálum meistaraflokks karla á næstu dögum.

Áfram Skallagrímur!

Myndir: Almar og Kristján handsala samninga við Birgi Andrésson í meistaraflokksráði karla.

Atli sér um sumaræfingar meistaraflokks karla

Sumaræfingar meistaraflokks karla eru farnar á stað. Atli Aðalsteinsson heldur utan um æfingarnar sem fara fram þrisvar í viku eða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 18-20.

Ánægja er með að fá Atla til að stýra æfingunum í sumar en hann mun taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem hafið er í meistaraflokki.

Áfram Skallagrímur!

Sigrún og Bjarni valin mikilvægust

Lokahóf meistaraflokka Skallagríms fór fram í félagsheimili hestamanna að Vindási í Borgarnesi á föstudaginn 24. maí sl.

Þar voru verðlaun veitt fyrir tímabilið. Mikilvægusu leikmenn voru valin þau Bjarni Guðmann Jónsson og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Bjarni var með 12,1 stig, 5,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur og Sigrún Sjöfn með 10,8 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar.

Varnarmenn ársins voru valin þau Maja Michalska og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Einnig voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir en þau hlutu Ragnar Magni Sigurjónsson og Árnína Lena Rúnarsdóttir.

Við óskum þessum leikmönnum okkar til hamingju með verðlaunin.

Að lokum gaf stjórn deildarinnar Bjarni Guðmann sérstaka Skallagríms treyju til að hafa með sér til Bandaríkjanna með slagorðinu “Get-Ætla-Skal”. Sem kunnugt hefur Bjarni háskólanám við Fort Hays State í Kansas næsta haust og mun leika með liði skólans í NCAA2 deildinni. Stjórn deildarinnar óskaði Bjarna velfarnaðar vestra og vonast til að treyjan nýtist honum sem gott pepp á nýjum slóðum.

Bjarni Guðmann með treyjuna góðu og verðlaunin sín.

Titilmynd: Frá vinstri Árnína, Maja, Sigrún, Ragnar og Björgvin, öll með verðlaunin sín.

Manuel Rodríguez er nýr þjálfari meistaraflokks karla

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur ráðið Spánverjann Manuel A. Rodríguez sem næsta þjálfara meistaraflokks karla. Manuel er vel kunnugur í herbúðum Skallagríms því hann þjálfaði meistaraflokk kvenna í tvö tímabil á árunum 2015-2017 með góðum árangri þar sem hann stýrði liðinu upp í úrvalsdeild og leiddi það í bikarúrslit og úrslitakeppni.

Manuel mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka næsta vetur líkt og hann gerði þegar hann var síðast hjá félaginu.

Manuel er 39 ára gamall og reynslumikill þjálfari sem á að baki fjölbreyttan feril. Hann hefur stýrt félags- og skólaliðum í Svíþjóð og á Spáni og verið í þjálfarateymi yngri landsliða í heimalandi sínu.

Stjórn deildarinnar lýsir yfir ánægju sinni með komu Manuels en hann mun leiða uppbyggingarstarf í meistaraflokki karla á næstu árum. Samningur hans er til þriggja ára.

Við bjóðum Manuel velkomin á ný í Borgarnes!

Áfram Skallagrímur!

Björgvin valinn í æfingahóp A-landsliðsins

Björgvin Hafþór Ríkharðsson, fyrirliði Skallagríms í vetur, hefur verið valinn í æfingahóp A-landsliðs karla vegna þátttöku Íslands á Smáþjóðaleikunum í lok mánaðarins.

Tilkynnt var um valið í dag en alls voru 16 leikmenn valdir. Hópurinn hefur verið við æfingar síðan á mánudaginn og verður endanlegur 12 manna hópur valinn eftir komandi helgi.

Eins fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Björgvin samið við Grindavík og mun því ekki leika með Skallagrími næsta vetur í 1. deildinni.

Við óskum Björgvini til hamingju með valið! Um leið þökkum við honum fyrir veturinn og óskum honum góðs gengis suður með sjó á næsta tímabili!

Bjarni Guðmann fer í háskólaboltann í Bandaríkjunum

Bjarni Guðmann Jónsson heldur á vit nýrra ævintýra næsta vetur í Bandaríkjunum. Þar hefur hann háskólanám við Fort Hays State University í Kansas og leikur með liði skólans Í NCAAII deildinni.

Bjarni Guðmann, sem verður 20 ára í sumar, er uppalinn Skallagrímsmaður og Borgnesingur og hefur tekið stórstigum framförum á undanförnum árum. Hann var burðarás í liði meistaraflokks karla í Dominos deildinni í vetur og hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum.

Við óskum Bjarna góðs gengis í baráttunni vestanhafs næsta vetur!

Sigrún Sjöfn í æfingahóp fyrir Smáþjóðaleikanna

Æfingahópur A-landsliðs kvenna hóf undirbúning í gær fyrir Smáþjóðaleikanna sem fram fara í Svarfjallalandi 27. maí – 1. júní. Skallagrímur á einn fulltrúa í æfingahópnum en það er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna.

Lokahópurinn verður valinn fljótlega en landsliðsþjálfari er Benedikt Guðmundsson.

Mynd: Frá æfingu landsliðsins í gær í Dalhúsum í Grafarvogi/kki.is