Category: Meistaraflokkur Kvenna

Aðalfundur 2019: Ný stjórn kjörin

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Umf. Skallagríms fór fram sl. mánudag í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar var ný stjórn deildarinnar kjörin en hana skipa:

Margrét Gísladóttir, formaður

Arnar Víðir Jónsson – tilnefndur af meistarflokksráði karla

Birgir Andrésson – tilnefndur af meistaraflokksráði karla

Guðmundur Smári Valsson – tilnefndur af meistaraflokksráði kvenna

Þórhildur María Kristinsdóttir – tilnefnd af meistaraflokksráði kvenna

Einar Árni Pálsson – tilnefndur af yngriflokkaráði

Kristinn Óskar Sigmundsson – tilnefndur af yngriflokkaráði

AÐALFUNDUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR 2019

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Umf. Skallagríms verður haldinn mánudaginn 6. maí nk. kl. 20:00 í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi.

Dagskrá samkvæmt lögum aðalstjórnar Skallagríms:

1.     Formaður setur fundinn

2.     Kosinn fundarstjóri

3.     Kosinn fundarritari

4.     Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar

5.     Formaður gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári

6.     Gjaldkeri leggur fram og útskýrir áritaða reikninga deildarinnar sem síðan eru bornir undir atkvæði.

7.     Stjórnarkjör

8.     Önnur mál

 

Allir velkomnir!

Stjórnin

Meistaraflokkarnir komnir í jólafrí

Þá eru meistaraflokkar Skallagríms komnir í jólafrí. Karlaliðið dvelur yfir hátíðarnar í 11. sæti með 4 stig á meðan kvennaliðið er í 6. sæti með 8 stig.

Fyrsti leikur kvennaliðsins á nýju ári verður laugardaginn 5. janúar gegn Haukum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Fyrsti leikur karlanna verður daginn eftir, sunnudaginn 6. janúar, á móti KR heima í Borgarnesi.

Áfram Skallagrímur!

Síðustu leikir fyrir jól

Í vikunni fara fram lokaumferðir Domino’s deildar karla og kvenna á þessu almanaksári.

Á miðvikudaginn leikur kvennaliðið á móti KR á meðan karlaliðið mætir Njarðvík á fimmtudaginn. Báðir leikir fara fram í Borgarnesi og hefjast kl. 19:15.

Fjölmennum á leikina og styðjum okkar fólk til sigurs.

Áfram Borgarnes!

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna: Ari hættir

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna:

Meistaraflokksráð kvenna og Ari Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Ari hætti þjálfun meistaraflokks kvenna. Meistaraflokksráð þakkar Ara fyrir störf sín fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Leit er hafin að nýjum þjálfara.

Sala árskorta 2018-2019 að hefjast

Nú fer óðum að styttast í nýtt tímabil í körfunni. Spennan magnast!

Hér að neðan er að finna verð á árskortum á komandi tímabili. Vekjum sérstaka athygli á hærra verði inn á staka leiki, 2.000 kr. og því enn hagstæðara en ella að kaupa árskort. Prósentutalan hér að neðan sýnir afslátt miðað við fullt verð við kaup á viðkomandi korti.

ATH – Nýbreytni! Nú getur fólk keypt sér sitt eigið sæti á áhorfendabekkjunum sem yrði merkt því og það ætti forgang í meðan á leik stendur.

Verð:

Fjölskyldukort á alla leiki karla og kvenna- 35.000 (65%)
Fjölskyldukort á alla leiki karlaliðs-22.500 (49%)
Fjölskyldukort á alla leiki kvennaliðs-22.500 (60%)
Árskort fyrir einstakling á alla leiki karla og kvenna-25.000 (50%)
Árskort fyrir einstakling á alla leiki karlaliðs-15.000 (32%)
Árskort fyrir einstakling á alla leiki kvennaliðs-15.000 (46%)
Frátekið sæti-20.000

Fríðindi fyrir árskorthafa: Hamborgarinn fyrir leiki á 1.000 kr. (þegar við grillum). Aldrei að vita nema það bætist við fríðindin, tilkynnum það þá þegar þar að kemur.

Hefjum sölu árskorta á æfingaleik karlaliðs Skallagríms og Hattar sem fram fer í Borgarnesi á morgun sunnudag kl. 13.

Áfram Skallagrímur!

Tímamótasamkomulag um jafna skiptingu styrktarsamninga

Aðalstjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms ásamt meistaraflokksráðum karla og kvenna og yngri flokka ráði hafa undirritað samkomulag þess efnis að jöfn skipting verði á öllum styrktar- og samstarfssamningum sem deildin aflar hverju sinni.

Með þessu er tryggt jafnræði milli karla og kvennaliða Skallagríms sem og yngri flokka þegar kemur að úthlutun þess fjármagns sem aflað er frá styrktaraðilum.

Samkomulagið er í samræmi við ákvæði jafnréttisstefnu UMSB og áherslum Íþróttasambands Íslands í jafnréttismálum.

Um tímamótasamkomulag er að ræða því eftir því sem best er vitað er körfuknattleiksdeild Skallagríms með fyrstu íþróttafélögunum sem stígur þetta skref innan körfuknattleikshreyfingarinnar á Íslandi.

Aðalstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með samkomulagið og skorar á önnur félög að huga vel að jafnréttismálum innan sinnan raða.

Leikjaplan næsta tímabils liggur fyrir

KKÍ hefur dregið í töfluröð í Dominos deildum karla og kvenna fyrir næsta keppnistímabil og liggja því leikdagar fyrir.

Meistaraflokkur kvenna hefur leik miðvikudaginn 3. október og keppir gegn liði Vals á útivelli á meðan meistaraflokkur karla heimsækir Íslandsmeistaranna í KR í Vesturbænum fimmtudaginn 4. október.

Fyrstu heimaleikirnir eru síðan viku síðar þegar meistaraflokkur kvenna mætir Breiðabliki miðvikudaginn 10. október og meistaraflokkur karla mætir Grindavík fimmtudaginn 11. október.

Leikjaplan meistaraflokks karla 2018-2019.

Leikjaplan meistaraflokks kvenna 208-2019.

Árnína Lena semur á ný – Samið við Karen Dögg

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Karen Dögg Vilhjálmsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna á næsta tímabili. Karen Dögg er úr Njarðvík en þar lék hún síðasta vetur og skoraði 4,6 stig að meðaltali og tók 2,7 fráköst. Karen verður 21 árs í haust en hún leikur stöðu miðherja.

Þá hefur Skallagrímur endurnýjað samning við framherjann Árnínu Lenu Rúnarsdóttur sem einnig er frá Suðurnesjum. Árnína sem verður 25 ára í haust gekk í raðir Skallagríms síðasta vetur frá Njarðvík og var með 2,1 stig að meðaltali í leik.

Samningarnir við Karen og Árnínu eru fyrstu púslin í leikmannamálum sem lögð eru á borðið í undirbúningnum fyrir átökin í Dominos deildinni næsta vetur. Frekari fregnir eru væntanlegar á næstunni.

Árnína Lena og Karen Dögg innsigla samninga sína við Ragnheiði Guðmundsdóttur hjá mfl. ráði kvk.