Category: Meistaraflokkur Kvenna

Hörku leikur í Fjósinu í dag!

Stelpurnar taka á móti Breiðablik kl:19:15 í dag miðvikudag 18.okt.

Að venju verður kveikt snemma á grillinu þannig að allir geti tekið kvöldmatinn í Fjósinu fyrir leik.

Fjölmennum á pallana í Fjósinu og hvetjum stelpurnar!
Áfram Skallagrímur.

Fyrstu heimaleikirnir!

Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum er sunnudaginn 8. október þegar stelpurnar taka á móti Snæfell, leikurinn hefst 19:15 .

Strákarnir spila klukkan 16:00 og taka á móti Fjölni.

Burger&gos á milli leikja á 1200kr.

Mætum á pallana og styðjum liðin okkar til sigurs!!
Áfram SKALLAGRÍMUR

Umfjöllun kvenna: Skallagrímur vs Grindavík

Stelpurnar tóku á móti Grindvíkingum í kvöld, skemmst er frá því að segja að Skallagríms stúlkur voru yfir nánast allan leikinn, en náðu þó aldrei að hrista Grindvíkingana alveg af sér. En sigurinn varð samt nokkuð öruggur og stelpurnar skiluðu inn dýrmætum stigum. Úrslit 80 – 72
Það var einstaklega gaman að sjá hve vel var mætt á pallana í kvöld og eiga stuðningsmenn stóran þátt í þessum sigri.
Áfram Skallagrímur

Nánari umfjöllun
http://karfan.is/read/2016-10-12/skallagrimur-aftur-a-beinu-brautina/