Fréttir

Davíð Guðmundsson aftur í gult og grænt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Davíð Guðmundsson um að leika með liðinu á næsta tímabili í 1. deildinni. Davíð kemur í Skallagrím úr Fjölni en þar átti hann þátt í því að koma liðinu aftur í efstu deild. Davíð, sem leikur stöðu framherja, er uppalinn Skallagrímsmaður og lék með meistaraflokki í nokkur ár áður en […]

Kristófer snýr aftur í Skallagrím

Kristófer Gíslason er genginn aftur í raðir Skallagríms og mun leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili. Kristófer lék með Hamri frá Hveragerði í 1. deildinni frá síðustu áramótum eftir að hafa söðlað um úr Skallagrími og komst hann með Hvergerðingum í úrslitakeppni 1. deildar. Ánægja er með að fá Kristófer aftur í […]

Bjarni Guðmann og Gabríel Sindri valdir í lokahóp U20

Lokahópur U20 ára landsliðs karla var tilkynntur í dag og eru Bjarni Guðmann Jónsson og Gabríel Sindri Möller í lokahópnum. Eins og kunnugt er léku þeir stórt hlutverk í liði Skallagríms í Domino’s deildinni í vetur, Bjarni var með 12,8 stig að meðaltali í leik og Gabríel 5,7 stig. Þeir eru því vel að valinu […]

Samið við Kristján og Almar

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samninga sína við þá Kristján Örn Ómarsson og Almar Örn Björnsson og munu þeir taka slaginn með Skallagrími í 1. deildinni næsta vetur. Báðir eru þeir uppaldir Skallagrímsmenn og hafa tekið góðum framförum á liðnum árum en þeir leika stöðu framherja. Samningar þeirra eru til tveggja ára og munu þeir styrkja […]