Fréttir

Sigrún og Eyjólfur valin mikilvægust á lokahófi Skallagríms

Það var góð stemning á lokahófi meistaraflokka Skallagríms sem fram fór í félagsheimili Hestamannafélagsins Borgfirðings að Vindási í Borgarnesi í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru verðlaun veitt til leikmanna fyrir góðan árangur á tímabilinu. Einnig voru veitt verðlaun í unglingaflokki karla. Meistaraflokkur kvenna: Mikilvægasti leikmaðurinn: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Varnarmaður ársins: Jeanne Lois Figueroa Sicat Efnilegasti leikmaðurinn: Arna […]

Vinningstölur liggja fyrir í Skallagrímshappdrættinu

Þá er búið er að draga í Skallagrímshappdrættinu og má skoða vinningaskránna hér að neðan. Körfuknattleiksdeildin sendir þakkir til allra sem tóku þátt og hamingjuóskir til þeirra sem fengu vinning. Hægt er að vitja vinninga í versluninni Tækniborg á Borgarbraut 61 í Borgarnesi á morgun. Vinningur Nr. 1. Grill frá Húsasmiðjunni 458 2. Kraftkort fyrir […]

Skallagrímsfólk í landsliðsverkefnum

Fjórir leikmenn Skallagríms hafa verið valdir til landsliðsverkefna með yngri landsliðum Íslands í körfubolta á komandi sumri. Þetta eru Bjarni Guðmann Jónsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem valdir voru í æfingahóp U20 ára landsliðs karla, Bríet Lilja Sigurðardóttir, sem var valin í æfingahóp U20 ára landsliðs kvenna og Marinó Þór Pálmason, sem var valinn í […]

Þriðji leikurinn á Ásvöllum í kvöld – Allir á völlinn!

Meistaraflokkur kvenna mætir Haukum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld í DB Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Haukum og því skiptir öllu máli að Skallagrímur landi sigri í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru allir stuðningsmenn Skallagrímsmenn hvattir til að mæta á Ásvelli og […]