Fréttir

112 krakkar í körfuboltabúðum Arion banka og Skallagríms

Körfuboltabúðir Skallagríms og Arion Banka voru haldnar með pompi og prakt í Borgarnesi um síðustu helgi. Þar mættu 112 sprækir körfuboltakrakkar af öllu Vesturlandi og léku listir sínar undir stífri leiðsögn þjálfara og leikmanna meistaraflokka Skallagríms. Gestaþjálfarar búðanna, Ólöf Helga Pálsdóttir og Finnur Freyr Stefánsson, slógu einnig í gegn hjá krökkunum og eru þeim kunnar […]

Jólakveðja

Körfuknattleiksdeild Skallagríms þakkar stuðninginn á árinu sem er að líða og óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sjáumst hress á nýju körfuboltári!

Meistaraflokkarnir komnir í jólafrí

Þá eru meistaraflokkar Skallagríms komnir í jólafrí. Karlaliðið dvelur yfir hátíðarnar í 11. sæti með 4 stig á meðan kvennaliðið er í 6. sæti með 8 stig. Fyrsti leikur kvennaliðsins á nýju ári verður laugardaginn 5. janúar gegn Haukum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Fyrsti leikur karlanna verður daginn eftir, sunnudaginn 6. janúar, á […]

Búið að draga í 8-liða úrslitum bikarsins

Þá er búið að draga um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins. Okkar liða mæta eftirtöldum liðum á útivelli: Mfl. kvk: Stjarnan-Skallagrímur Mfl. kk: ÍR-Skallagrímur Leikið verður dagana 20 -21. janúar nk. Áfram Skallagrímur!