Fréttir

Lísbeth, Heiður og Ingibjörg valdar í Afreksbúðir KKÍ og Kristals

Borgfirðingarnir Lísbeth Inga Kristófersdóttir, Heiður Karlsdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir hafa verið valdar í Afreksbúðir KKÍ og Kristals 2019 sem fram fara í Origo höllinni að Hlíðarenda í Reykjavík dagna 8.-9. júní nk. Það var yfirþjálfari stúlkna í búðunum, körfuboltastjarnan Helena Sverrisdóttir, sem valdi hópinn en alls voru 52 stúlkur valdar til æfinga að þessu sinni, […]

Góður vetur að baki hjá 8. flokki stelpna

Reykdælir og Skallagrímur sendu í haust sameiginlegt lið í 8.flokki stelpna til keppni á Íslandsmótinu. Stelpurnar hófu keppni í A-riðli í haust en þær höfðu unnið sér rétt til að spila þar með því að fara taplausar í gegn um Íslandsmótið í fyrra. Stelpurnar náðu að halda sæti sínu í A-riðli í allan vetur. Á […]

Góð frammistaða hjá minnibolta stelpna í lokaumferðinni

Um síðustu helgi fóru fóru stelpurnar í minnibolta 10 ára og kepptu á lokamótinu á Íslandsmótinu í þeim aldursflokki. Skallagrímur sendi tvö lið til leiks að þessu sinni en A-liðið keppti í A-riðli á meðan að B-liðið keppti í D-riðli. Mótherjar A-liðsins að þessu sinni voru Ármann, Grindavík, Keflavík, KR og Þór Akureyri. Fyrirfram var […]

Björgvin valinn í æfingahóp A-landsliðsins

Björgvin Hafþór Ríkharðsson, fyrirliði Skallagríms í vetur, hefur verið valinn í æfingahóp A-landsliðs karla vegna þátttöku Íslands á Smáþjóðaleikunum í lok mánaðarins. Tilkynnt var um valið í dag en alls voru 16 leikmenn valdir. Hópurinn hefur verið við æfingar síðan á mánudaginn og verður endanlegur 12 manna hópur valinn eftir komandi helgi. Eins fram hefur […]