Fréttir M.fl karla

Meistaraflokkarnir komnir í jólafrí

Þá eru meistaraflokkar Skallagríms komnir í jólafrí. Karlaliðið dvelur yfir hátíðarnar í 11. sæti með 4 stig á meðan kvennaliðið er í 6. sæti með 8 stig. Fyrsti leikur kvennaliðsins á nýju ári verður laugardaginn 5. janúar gegn Haukum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Fyrsti leikur karlanna verður daginn eftir, sunnudaginn 6. janúar, á […]

Síðustu leikir fyrir jól

Í vikunni fara fram lokaumferðir Domino’s deildar karla og kvenna á þessu almanaksári. Á miðvikudaginn leikur kvennaliðið á móti KR á meðan karlaliðið mætir Njarðvík á fimmtudaginn. Báðir leikir fara fram í Borgarnesi og hefjast kl. 19:15. Fjölmennum á leikina og styðjum okkar fólk til sigurs. Áfram Borgarnes!

Karlaliðið tekur á móti Grindvíkingum í kvöld

Fyrsti heimaleikur karaliðs Skallagríms í Dominos deildinni í vetur fer fram í kvöld gegn Grindvíkingum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Fjölmennum á pallana og styðjum Skallagrímsmenn til sigurs gegn Grindavík! Áfram Borgarnes! Áfram Skallagrímur! RSVP

Sala árskorta 2018-2019 að hefjast

Nú fer óðum að styttast í nýtt tímabil í körfunni. Spennan magnast! Hér að neðan er að finna verð á árskortum á komandi tímabili. Vekjum sérstaka athygli á hærra verði inn á staka leiki, 2.000 kr. og því enn hagstæðara en ella að kaupa árskort. Prósentutalan hér að neðan sýnir afslátt miðað við fullt verð […]