Fréttir M.fl kvenna

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna: Ari hættir

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna: Meistaraflokksráð kvenna og Ari Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Ari hætti þjálfun meistaraflokks kvenna. Meistaraflokksráð þakkar Ara fyrir störf sín fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Leit er hafin að nýjum þjálfara.

Útileikur gegn Keflavík í kvöld

Kvennalið Skallagríms heldur áfram í baráttunni í Domino’s deildinni í kvöld þegar þær halda suður með sjó til að mæta Keflavík á útivelli. Leikurinn hefst kl. 19:15. Styðjum Skallagrím áfram til sigurs! Áfram Borgarnes! Áfram Skallagrímur!

Sala árskorta 2018-2019 að hefjast

Nú fer óðum að styttast í nýtt tímabil í körfunni. Spennan magnast! Hér að neðan er að finna verð á árskortum á komandi tímabili. Vekjum sérstaka athygli á hærra verði inn á staka leiki, 2.000 kr. og því enn hagstæðara en ella að kaupa árskort. Prósentutalan hér að neðan sýnir afslátt miðað við fullt verð […]

Tímamótasamkomulag um jafna skiptingu styrktarsamninga

Aðalstjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms ásamt meistaraflokksráðum karla og kvenna og yngri flokka ráði hafa undirritað samkomulag þess efnis að jöfn skipting verði á öllum styrktar- og samstarfssamningum sem deildin aflar hverju sinni. Með þessu er tryggt jafnræði milli karla og kvennaliða Skallagríms sem og yngri flokka þegar kemur að úthlutun þess fjármagns sem aflað er frá […]