Fréttir M.fl kvenna

Meistaraflokkarnir komnir í jólafrí

Þá eru meistaraflokkar Skallagríms komnir í jólafrí. Karlaliðið dvelur yfir hátíðarnar í 11. sæti með 4 stig á meðan kvennaliðið er í 6. sæti með 8 stig. Fyrsti leikur kvennaliðsins á nýju ári verður laugardaginn 5. janúar gegn Haukum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Fyrsti leikur karlanna verður daginn eftir, sunnudaginn 6. janúar, á […]

Síðustu leikir fyrir jól

Í vikunni fara fram lokaumferðir Domino’s deildar karla og kvenna á þessu almanaksári. Á miðvikudaginn leikur kvennaliðið á móti KR á meðan karlaliðið mætir Njarðvík á fimmtudaginn. Báðir leikir fara fram í Borgarnesi og hefjast kl. 19:15. Fjölmennum á leikina og styðjum okkar fólk til sigurs. Áfram Borgarnes!

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna: Ari hættir

Yfirlýsing frá meistaraflokksráði kvenna: Meistaraflokksráð kvenna og Ari Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Ari hætti þjálfun meistaraflokks kvenna. Meistaraflokksráð þakkar Ara fyrir störf sín fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Leit er hafin að nýjum þjálfara.

Útileikur gegn Keflavík í kvöld

Kvennalið Skallagríms heldur áfram í baráttunni í Domino’s deildinni í kvöld þegar þær halda suður með sjó til að mæta Keflavík á útivelli. Leikurinn hefst kl. 19:15. Styðjum Skallagrím áfram til sigurs! Áfram Borgarnes! Áfram Skallagrímur!