Um Skallagrím

Aðalstjórn

Margrét Gísladóttir – Formaður
Arnar Víðir Jónsson
Birgir Andrésson
Guðmundur Smári Valsson
Þórhildur María Kristinsdóttir
Einar Árni Pálsson
Kristinn Óskar Sigmundsson

Kjörin á aðalfundi mánudaginn 6. maí 2019

Augnablik úr hálfrar aldar sögu körfuboltans í Borgarnesi

Upphaf körfuknattleiksæfinga hjá Skallagrím má rekja til ársins 1958 þegar Guðmundur Sigurðsson kennari flytur í Borgarnes til að kenna við Barna- og miðskóla Borgarness. Guðmundur hafði komist í kynni við körfuknattleik í Kennaraskólanum og hafði komið að körfuboltastarfi við kennslu á Suðurnesjum. Hann byrjaði fljótlega að þjálfa bæði karla og kvennaflokka og var upphafsmaður að bæjarkeppni milli Borgarness og Stykkishólms í körfubolta.

Bjarni Bachmann kemur til starfa í Barna- og miðskólanum árið 1962. Bjarni, líkt og Guðmundur, hafði lært körfuknattleik meðfram kennaranámi. Bjarni tók að sér yngri flokka þjálfun og kom fljótt upp mjög öflugum liðum. Hann gerði 3.fl karla að Íslandsmeisturum árið 1968 og endurtók svo leikinn árið eftir þegar drengir í 2. flokk urðu Íslandsmeistarar árið 1969.
Uppfrá þessu hefur körfuboltinn lifað góðu lífi í Borgarnesi. Hér eru nokkrar mikilvægar dagsetningar úr körfuknattleikssögu Skallagríms (1958-2016):

1958 – Skipulagðar æfingar hefjast í körfuknattleik hjá Umf. Skallagrími.
1961 – Skallagrímur spilar sína fyrstu keppnisleiki við Snæfell.
1964 – Mfl. kvk. verður Íslandsmeistarari í körfuknattleik.
1965 – Mfl. kk. keppir á landsmóti UMFÍ á Laugarvatni – undir merkjum UMSB. Fjögur önnur lið voru skráð til leiks, en körfubolti var sýningargrein á mótinu.
1965 – Fyrsti leikur í bikarkeppni KKÍ fer fram 17. júlí í Borgarnesi. Skallagrímur vinnur Snæfell 63:60 eftir framlengingu.
1968 – 3. fl. Skallagríms verður Íslandsmeistari.
1969 – 2. fl. og 3. fl. Skallagríms verða Íslandsmeistarar.
1969 – Gunnar Gunnarsson landsliðsmaður úr KR kemur í Skallagrím.
1970 – Steinar Ragnarsson og Pétur Jónsson valdir í unglingalandslið, fyrstir Skallagrímsmanna.
1971 – Mfl. kk. vinnur 2. deild.
1973 – Mfl. kk. vinnur 2. deild.
1973 – María Erla Geirsdóttir og Hulda Karítas Harðardóttir valdar í fyrsta kvennalandslið Íslendinga.
1973 – Bragi Jónsson valinn í karlalandsliðið í körfu.
1978 – Skallagrímur byrjar að spila heimaleiki sína í Íþróttamiðstöðinni við Þorsteinsgötu.
1978 – Napoleon Gaither II verður fyrsti erlendi leikmaðurinn til að spila með Skallagrími.
1981 – 2. fl. kvenna verður Íslands- og bikarmeistari.
1991 – Mfl. kk. vinnur 1. deild undir stjórn Birgis Mikaelssonar.
1992 – Mfl. karla hefur keppni í úrvalsdeild undir stjórn Birgis Mikaelssonar.
1993 – Mfl. karla kemst í undanúrslit Íslandsmótsins á móti Keflavík undir stjórn Birgis Mikaelssonar.
1995 – Mfl. karla kemst í undanúrslit Íslandsmótsins á móti Njarðvík undir stjórn Tómasar Holtons.
1996 – Mfl. kvk. vinnur 2. deild undir stjórn Önnu Bjarkar Bjarnadóttur.
1997 – Mfl. kvk. vinnur 2. deild undir stjórn Önnu Bjarkar Bjarnadóttur.
2004 – Mfl. karla sigrar 1. deild undir stjórn Vals Ingimundarsonar.
2005 – Parket lagt á gólf Íþróttamiðstöðvarinnar. Græni dúkurinn víkur.
2006 – Mfl. kk. leikur til úrslita gegn Njarðvík um Íslandsmeistartitilinn undir stjórn Vals Ingimundarsonar. Liðið tapar viðureigninni og hafnar í 2. sæti.
2012 – Mfl. kk. vinnur sæti í úrvalsdeild undir stjórn Pálma Þórs Sævarssonar eftir að hafa unnið ÍA í útsláttarkeppni.
2016 – Mfl. kk. vinnur sæti í úrvalsdeild undir stjórn Finns Jónssonar eftir að hafa unnið Fjölni í útsláttarkeppni.
2016 – Mfl. kvk. vinnur 2. deild undir stjórn Manuel Rodriguez og tryggir sér sæti í úrvalsdeild.
2016 – Skallagrímur á bæði kvenna- og karlalið í úrvalsdeild á 100 ára afmæli félagsins, í fyrsta skipti frá stofnun deildanna.

Tekið saman af Halldóri Óla Gunnarssyni í september 2016