Yngriflokkar – Nóra leiðbeiningar

Nú þurfa allir að skrá börnin sín í gegnum skráningakerfi Nóra
Til að skrá börnin þarf að fara inn á þessa síðu Nóri – UMSB setja kennitölu forráðamanns inn og íslykilinn er lykilorðið. Ef þið eigið ekki íslykil er hægt að fá hann sendann í heimabankann.

Eftir að þar er komið inn þurfið þið að fylla út helstu upplýsingar um ykkur. Síðan þurfið þið að skrá barnið / börnin ykkar inn í kerfið undir flipanum “nýr iðkandi” Eftir að barnið er orðið iðkandi smellið þið á flipann “mínir iðkendur” og sjáið þar bláletrað “Námskeið / flokkar í boði”. Smellið á það og þá koma allar greinar sem í boði eru fyrir ykkar barn.

Til að skrá í námskeið veljið þið það námskeið með því að smella á “Skráning á námskeið” og klárið greiðsluna fyrir það námskeið með því að haka í “staðfestagreiðslu”. Ef þið farið aftur í “Námskeið / flokkar í boði” þá ættu námskeiðin sem þú hefur skráð barnið þitt í að vera þar efst og aftast að standa “Skráð(ur) í námskeið”.

Skráningunni lýkur með því að greitt er fyrir tímabilið, ýmist með greiðslukorti eða greiðsluseðli. Hægt er að dreifa greiðslum þannig að þær skiptist jafnt í allt að þrjá mánuði. Ef valið er að greiða með greiðsluseðli leggjast færslu gjöld við upphæðina fyrir hverja færslu, athugið að greiðsluseðlarnir berast ykkur eingöngu í gegnum heimabanka og á tölvupóstfangið ykkar.

Við mælum sérstaklega með greiðslu með kreditkorti þar sem það er ódýrara og einfaldara.
Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá skulið þið ekki hika við að hafa samband við Írisi Gunnarsdóttur 663-9095 sem reynir að aðstoða ykkur eftir bestu getu.