Yngriflokkar – Yngriflokkráð

Starfslýsing yngriflokkaráðs körfuknattleiksdeildar Skallagríms:
Ráðið er nú skipað 3 einstaklingum, formanni og meðstjórnendum.
Ráðið skal funda reglulega saman og eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Yfirþjálfari yngriflokka situr fundi ráðsins ef ástæða þykir til. Formaður boðar til fundar og stýrir þeim. Formaður á einnig sæti í yfirstjórn kkd. Skallagríms. Meginhlutverk gjaldkera er að hafa umsjón með fjárreiðum yngriflokka og sjá til þess að kröfum séu innheimtar. Ritari heldur fundarbók um alla fundi. Ráðið skal skila skriflegum fundargerðum til yfirstjórnar félagsins í lok tímabils.
Meginhlutverk yngriflokkaráðs er að halda utan um alla starfsemi yngri flokka 1-10 bekk. Leggja skal áherslu á faglega þjálfun, auka iðkendum og auka félagslega þáttinn í starfinu.

Helstu hlutverk ráðsins eru þessi:

  • Sjá til þess að foreldrafundir séu haldnir í byrjun tímabils og skipað verði foreldraráð (minnst tveir foreldrar) fyrir hvern flokk.
  • Hjálpa til við mótahald
  • Gefa reglulega út fréttabréf til foreldra
  • Lagt er upp með að yngriflokkaráð heldur fund í byrjun tímabils með foreldrum og þjálfunum. Mikilvægt er að forledrar kynnist þjálfurum og kynni sig og sína vinnu.
  • Yngriflokkaráð grípur inn í og er til staðar í samráði við yfirþjálfara ef að agavandamál koma upp.
  • Vinnulag varðandi agamál gangvart iðkendum, þjálfurum eða foreldrum: Yfirþjálfari > Yngriflokkaráð > Aðalstjórn
  • Yngriflokkaráð fylgist með brottfalli iðkenda, tekur stöðuna fyrir áramót og svo eftir tímabil. Hlutverk ráðsins er einnig að vinna úr brottfalli og koma með hugmyndir að þeim málum tengdum.

Ráðið skipa:
Kristinn Óskar Sigmundsson – formaður
Pálmi Þór Sævarsson                                                                                                                                                                                                                                                                            Einar Árni Pálsson